8 stig EMDR
EMDR meðferð samanstendur af átta hlutum og unnið er með fortíð, nútíð og framtíð. Meðferðaraðilin vinnur með minningar úr fortíð sem skýra af hverju einstaklingurinn finnur fyrir óþægilegum tilfinningum, viðhorfum og líkamlegum einkennum í daglegu lífi. Þegar farið er í gegnum 8 stig EMDR meðferðar verður breyting á upplifun einstaklingsins sem hefur jákvæð áhrif á framtíðina. Ferlið gerir það að verkum að minningarnar skrást á nýjan hátt og valda einstaklingnum ekki lengur vanlíðan, viðhorf breytast og líkamlegar upplifanir tengdar minningunum hverfa. Ferlið er útskýrt hér fyrir neðan skref fyrir skref.
1
Farið yfir sögu skjólstæðings og búin til meðferðaráætlun út frá þeim vanda sem vinna á með. Innri og ytri bjargráð skjólstæðings metin.
2
Meðferðarsambandi er komið á. EMDR meðferð útskýrð og farið yfir væntingar skjólstæðings.
Áhyggjum og spurningum svarað. Skjólstæðingi eru kenndar sérstakar aðferðir til að takast á við erfiðar tilfinningar sem geta komið upp. Bjargráð styrkt og/ eða ný kennd.
3
Skjólstæðingur fer yfir atvik sem skal vinna með og greinir frá tilfinningu, hugsun, mynd og líkamlegri líðan sinni gagnvart því og metur um leið hversu truflandi atvikið er og hversu rétt jákvæðara viðhorf í eiginn garð hljómar áður en úrvinnsla hefst.
4
Dregið úr truflun
Tvíhliða áreiti er beitt samhliða því að skjólstæðingur hefur atvikið í huga. Haldið er áfram þar til truflun af atvikinu er engin eða lítil sem engin.
5
Jákvætt viðhorf sem skjólstæðingur velur að tengja við atvikið er styrkt þar til að hann finnur að viðhorfið passar alveg.
6
Skjólstæðingurinn hefur í huga atvikið sem unnið er með og nýja, jákvæða viðhorfið á meðan hann athugar hvort einhver líkamleg óþægindi séu enn til staðar og þá er unnið úr þeim.
7
Hvort sem úrvinnslu er lokið eða ekki er passað upp á að skjólstæðingur ljúki hverjum tíma í jafnvægi. Úrvinnslu er lokið þegar skjólstæðingur getur rifjað upp atvikið án óþæginda.
8
Í upphafi næsta tíma ræða meðferðaraðili og skjólstæðingur nýlega unnið atvik til að tryggja að vanlíðan sé enn í lágmarki og jákvætt viðhorf enn ráðandi. Fleiri atvik sem á eftir að vinna eru kortlögð og ákveðið hvað skal gera næst í meðferðinni.
EMDR tími hjá meðferðaraðila
Byrjað er á því að fara yfir hvað það er sem einstaklingurinn vill vinna með. Meðferðaraðilinn spyr spurninga um áfallasögu og skoðar hvaða leiðir manneskjan kannt til að hafa jákvæð áhrif á líðan sína. Ef þörf krefur eru kenndar leiðir til að bæta líðan áður en áfallavinna hefst. EMDR meðferðin getur reynt á þegar/ef erfiðar tilfinningar koma upp í úrvinnslu en flestir finna mun á líðan sinni eftir einn tíma.
Lengd og tímafjöldi meðferðar
Ef einstaklingurinn hefur eingöngu lent í einu áfalli, tekur meðferðin yfirleitt um 1-3 tíma. Ef áföllin eru mjög flókin getur þurft lengri undirbúningstíma. Þegar um flóknari áföll er að ræða, eins og til dæmis síendurtekin áföll eins og heimilisofbeldi, erfiðan alkahólisma á æskuheimili eða ítrekaða misnotkun getur meðferðin lengri tíma en flestir finna fljótt mun á líðan sinni til hins betra.
Léttir og vellíðan eftir úrvinnslu
Skjólstæðingar lýsa oft miklum létti í kjölfari úrvinnslu og vellíðan í líkamanum. Þá tala margir um sjálfstyrkingu þar sem neikvæð viðhorf til sín, annarra eða lífsins breytast í hjálplegri og uppbyggileg viðhorf sem styrkja einstaklinginn.
Dæmi um EMDR tíma
Meðferðaraðilinn situr nálægt skjólstæðingi sínum og fylgir meðferðarhandriti (protocol) í samræmi við vandann hverju sinni. Þegar ákveðið hefur verið með hvaða minningu skuli unnið er minningin metin kerfisbundið áður en úrvinnsla hefst. Í úrvinnslunni eru notaðar augnhreyfingar eða annað tvíhliða áreiti sem er sérstakt fyrir EMDR. Hér fyrir neðan er myndband þar sem tveir sérfræðingar sýna hvernig hefðbundinn EMDR meðferðartími fer fram.