top of page

Um félagið

EMDR Ísland leggur áherslu á að kynna og veita upplýsingar um EMDR meðferð til fagaðila og almennings. Félagið er fagfélag um EMDR meðferðarúrræðið og tilgangur þess er að halda utan um fræðslu, þjálfun, hæfnivottun og faglega umgjörð EMDR meðferðar á Íslandi. 

 

Félagið tilheyrir EMDR Europe og þarf því að uppfylla reglur sem Evrópufélagið setur. 
Hér má lesa kröfur EMDR Europe varðandi EMDR Certification.

 

Audience
Starfsemi EMDR félagsins

EMDR á Íslandi var stofnað í janúar 2012 af Brynhildi Sch. Thorsteinsson sálfræðingi og Gyðu Eyjólfsdóttur sálfræðingi.
Tilgangur félagsins er að halda utan um málefni sem tengjast EMDR meðferðarforminu (Eye Movement Desensitization and Reprocessing) og EMDR meðferðaraðilum. EMDR Ísland leggur áherslu á að kynna og veita upplýsingar um EMDR meðferð til fagaðila og almennings.

 

Félagatal og hæfnivottun

Félagið heldur utan um félagatal þjálfaðra meðferðaraðila EMDR á Íslandi ásamt því að að setja reglur um grunnþjálfun í EMDR meðferð og fræðslu um EMDR á Íslandi. Félagið heldur utan um og veitir hæfnivottun til þeirra sem uppfylla skilyrði um hæfnivottaða EMDR meðferðaraðila og heldur utan um og veitir hæfnivottun til EMDR handleiðara.

 

Félagsaðild

Meðferðaraðili með starfsleyfi frá Landlæknisembættinu getur sótt um félagsaðild eftir að hafa lokið hið minnsta grunnþjálfun í EMDR meðferð (Helgarnámskeið 1).  Hægt er að sækja um aðild með því að senda póst á stjórn félagsins EMDR Ísland: emdr@emdr.is. Umsóknir eru teknar fyrir á stjórnarfundum sem haldnir eru reglulega.

Stjórn EMDR Ísland 2023
EMDR-MARGRET_B.webp

Margrét Blöndal

Hjúkrunarfræðingur

Formaður

Vala Thorsteinsson.jpg

Vala Thorsteinsson

Sálfræðingur og EMDR fulltrúi barna og ungmenna

Meðstjórnandi

Sigga_edited.jpg

Sigríður Björnsdóttir

Sálfræðingur

Varaformaður

3c92bb_c86f99bdae4440efbbaae7889e3db6fb.webp

Harpa Katrín Gísladóttir

Sálfræðingur

Varamaður

Sigríður Karen 1 x30_edited.jpg

Sigríður Karen Bárudóttir

Sálfræðingur, sérfræðingur í klínískri sálfræði og réttarsálfræði

Ritari

mynd iris.jpg

Íris Stefánsdóttir

Sálfræðingur
 

Varamaður

Sigríður Jóna 1 aftur x30_edited.jpg

Sigríður J. Sigurjónsdóttir

Sálfræðingur

Gjaldkeri

bottom of page