top of page

Fyrir börn og unglinga

EMDR meðferð getur hentað börnum og unglingum mjög vel og er viðurkennd meðferð við afleiðingum áfalla. World Health Organisation (2013), International Society for Traumatic Stress Studies (ISTSS, 2018) mæla með EMDR meðferð fyrir börn og unglinga sem lent hafa í áföllum.

 

Það er algengt að börn og unglingar upplifi vanlíðan í kjölfar áfalls. Í flestum tilfellum líður þeim betur eftir nokkrar vikur en einhver þeirra munu þróa með sér áfallastreituröskun (PTSD) auka annarra einkenna eins og kvíða eða vonleysi.

EMDR meðferðaraðilar fyrir börn og unglinga á Íslandi

Í grunnþjálfun í EMDR meðferð er farið í EMDR meðferð hjá börnum. Einnig er á Íslandi hópur EMDR meðferðaraðila sem hafa setið sérstök námskeið í notkun EMDR meðferðar fyrir börn og unglinga

 

Hægt er að finna þá hér. 

EMDR er aðlagað að þroska

Áfallastreituröskun þróast þegar heilinn nær ekki að vinna á eðlilegan máta úr atvikinu, sem er oft þegar atvikið er sérstaklega yfirþyrmandi og veldur mikilli vanlíðan. Þetta á við um allan aldur. Merki um að barn eða unglingur sé með áfallastreitueinkenni eftir áfall geta verið ágengar hugsanir eða myndir af því sem gerðist, endurupplifanir (líðan eins og atvikið sé að gerast aftur), forðast það sem minnir á atvikið, breyting á hegðun og breyting á líðan.

Hægt er að nota EMDR meðferð fyrir allan aldur, líka fyrir mjög ung börn.

EMDR meðferðin er aðlöguð að þroska barnsins eða unglingsins. Sem dæmi má nota myndir í stað orða, eða meðferðaraðilinn getur skrifað upp sögu eða frásögn af atvikinu fyrir börn sem eiga í erfiðleikum með að tala um það sem gerðist. Hægt er að nota EMDR meðferð fyrir allan aldur, líka fyrir mjög ung börn.

Hér má skoða bækling sem útskýrir EMDR fyrir börnum og unglingum á einfaldan hátt.

Einnig eru bæklingar hér fyrir neðan á síðunni sem aðstoða við að útskýra meðferðina fyrir mjög ungum börnum. ​

Child Therapist
Myndbönd um EMDR fyrir börn og unglinga

Hér er hægt að skoða myndbönd sem útskýra EMDR fyrir börnum og unglingum. Athugið að efnið er á ensku en foreldrar geta aðstoðað börnin við að skilja með því að segja frá því sem er á skjánum.

Lesefni
Fræðsluefni fyrir foreldra
  • Global Child EMDR Alliance eru samtök sem styðja við EMDR meðferð fyrir börn og unglinga og þar má finna hafsjó af fróðleik um úrræðið fyrir þennan aldurshóp.
     

  • Hér fyrir neðan eru PDF bæklingar til að lesa fyrir börn á leikskólaaldri um EMDR.  Annar þar sem meðferðaraðili er karlkyns og hinn þar sem meðferðaraðili er kvenkyns.

Útgáfa þar sem meðferðaraðili er kvenkyns:
Útgáfa þar sem meðferðaraðili er karlkyns:
bottom of page