top of page

Meðferðaraðilar

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um EMDR meðferðaraðila sem þú getur leitað til. Hafðu í huga að einungis fagaðili með sérþekkingu á EMDR getur veitt þessa þjónustu. Einnig er mikilvægt að finna réttan aðila sem hentar þér og þú treystir.

Að velja EMDR meðferðaraðila

EMDR meðferð skal eingöngu fagaðili veita sem hefur hlotið sérþjálfun í EMDR meðferð. Gefðu þér tíma til að spyrja meðferðaraðilann um þjálfun hans, reynslu og árangur af að beita EMDR meðferð, áður en meðferð hefst.

 

Meistarapróf og löggilding á geðheilbrigðissviði skilyrði

Ströng inntökuskilyrði eru til að komast í viðurkennda þjálfun í EMDR meðferð. Viðkomandi þarf að hafa löggildingu sem meðferðaraðili á geðheilbrigðissviði og hafa að lágmarki lokið meistaragráðu á því sviði.

Reynsla og þekking á EMDR meðferð mikilvæg

Vertu viss um að meðferðaraðilinn hafi reynslu af og treysti sér til að meðhöndla þitt tiltekna vandamál. Að auki er mikilvægt að þú og meðferðaraðili þinn getið unnið vel saman. Árangur í meðferð byggir á samspili milli meðferðaraðila, skjólstæðings og meðferðarforms. Ef þú telur að þér sé betur borgið annars staðar hikaðu ekki við að leita annað.

Athugið að svokallað ,,EMDR námskeið fyrir dáleiðendur" á vegum
Dáleiðsluskóla Íslands uppfyllir EKKI kröfur um þjálfun í EMDR meðferð.


 

Finna EMDR meðferðaraðila

EMDR á Íslandi staðfestir að þeir meðferðaraðilar sem tilgreindir eru á þessari vefsíðu hafa lokið tilhlýðilegri þjálfun í EMDR-fræðum og eru með löggildingu á sínu sviði. Það skal tekið fram að þrátt fyrir að neðangreindir aðilar hafi lokið þjálfun samanber yfirlit hér að neðan þá tekur EMDR á Íslandi og þar með talið þessi vefsíða enga faglega ábyrgð á að meðferðinni sé beitt rétt.

Hér má lesa um skilyrði fyrir þjálfun og hæfnivottun á EMDR meðferðaraðilum.

Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir

Sálfræðingur og kynlífsráðgjafi

EMDR meðferðaraðili
Brynhildur Scheving Thorsteinsson

Sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði

EMDR meðferðaraðili, Hæfnivottaður EMDR meðferðaraðili, Hæfnivottaður EMDR handleiðari
Arndís Valgarðsdóttir

Sálfræðingur

EMDR meðferðaraðili
Edda Arndal

Geðhjúkrunar-, para- og fjölskyldumeðferðarfræðingur

EMDR meðferðaraðili, Hæfnivottaður EMDR meðferðaraðili, Hæfnivottaður EMDR handleiðari
Ellen Sif Sævarsdóttir

Sálfræðingur

EMDR meðferðaraðili, Börn og unglingar
Elva Brá Aðalsteinsdóttir

Sálfræðingur

EMDR meðferðaraðili
Elín Jónasdóttir

Sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði

EMDR meðferðaraðili, Hæfnivottaður EMDR meðferðaraðili, EMDR handleiðari í þjálfun
Elísabet Ó. Sigurðardóttir

Sálfræðingur

EMDR meðferðaraðili
Erla Guðmundsdóttir

Sálfræðingur

EMDR meðferðaraðili
Eygló Sigmundsdóttir

Sálfræðingur

EMDR meðferðaraðili, Hæfnivottaður EMDR meðferðaraðili
Gísli Kort Kristófersson

Geðhjúkrunarfræðingur

EMDR meðferðaraðili
Guðlaug Ásmundsdóttir

Sálfræðingur

EMDR meðferðaraðili, Börn og unglingar
Gunnar Örn Ingólfsson

Sálfræðingur

EMDR meðferðaraðili
Guðrún Dúfa Smáradóttir

Sálfræðingur

EMDR meðferðaraðili
Guðrún Soffía Gísladóttir

Sálfræðingur

EMDR meðferðaraðili, Hæfnivottaður EMDR meðferðaraðili
Guðrún Árnadóttir

Sálfræðingur

EMDR meðferðaraðili
Gyða Eyjólfsdóttir , PhD.

Sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði

Ekki starfandi
EMDR meðferðaraðili, Hæfnivottaður EMDR meðferðaraðili, Hæfnivottaður EMDR handleiðari
Hafdís Inga Helgud. Hinriksdóttir

Félagsráðgjafi MA

EMDR meðferðaraðili
bottom of page