top of page

Nám og þjálfun

Fagaðilar sem hafa áhuga á að læra EMDR meðferð geta nýtt sér upplýsingarnar hér á síðunni. 
Undanfarin ár hefur verið u.þ.b. eitt helgarnámskeið á ári. Hægt er að hafa samband við
Dr. Gyðu Eyjólfsdóttur til þess að fá nánari upplýsingar um EMDR nám.

Lágmarkskröfur í EMDR nám

Athugið að lágmarkskröfur eru gerðar til þeirra sem mega sækja námskeið í EMDR meðferð. Kröfurnar eru settar fram af félaginu EMDR Ísland og eru í samræmi við kröfur annarra aðildarfélaga innan EMDR Europe.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:

 • Afrit af löggildingu sem meðferðaraðili á geðheilbrigðissviði

 • Staðfesting á að tilheyra fagfélagi með skilgreindar siðareglur

 •  Afrit af prófskírteini – a.m.k. meistaragráða á geðheilbrigðissviði

 • Staðfesting á þjálfun/námskeiði sem hluta af námi á meistarastigi í geðgreiningum (t.d. listi yfir lokin námskeið og afrit af námskeiðslýsingu)

 • Staðfesting á þjálfun/námskeiði sem hluta af námi á meistarastigi í viðurkenndri meðferðarnálgun í sálrænni meðferð (t.d. listi yfir lokin námskeið og afrit af námskeiðslýsingu).

 • Staðfesting á að lágmarki tveggja ára starfsreynslu við sálræna meðferð að námi loknu.

 • Staðfesting á að minnsta kosti 20 handleiðslutímum á veitta sálræna meðferð að námi loknu, þar af þurfa að minnsta kosti 10 að vera einstaklingshandleiðsla.

Meeting
Handleiðslukrafa

Eftir Helgarnámskeið 1 er gerð krafa um 5 tíma handleiðslu hjá viðurkenndum EMDR kennara eða aðstoðarkennara og einnig er þarf 5 tíma handleiðslu eftir Helgarnámskeið 2.

 

Handleiðsla EMDR á Íslandi

Hægt er að sækja einstaklingshandleiðslu eða hóp handleiðslu hjá þeim EMDR meðferðaraðilum sem hlotið hafa handleiðararéttindi.
Dr. Gyða Eyjólfsdóttir sálfræðingur og Margrét Blöndal hjúkrunarfræðingur hafa báðar handleiðararéttindi og réttindi sem aðstoðarkennarar (facilitator). Nokkrir aðrir eru í þjálfun sem handleiðarar og má finna alla sem hafa réttindi til handleiðslu í listanum yfir félagsmenn og meðferðaraðila.

 

Framhaldsnámskeið erlendis

Framhaldsnámskeið eru haldin víðsvegar um heiminn og kenna ýmislegt til að dýpka EMDR meðferð, svo sem um hvernig skal nota EMDR í tengslum við flókin áföll (Complex Trauma), vinnu með hugrof (Dissociation), o.fl.  Til að geta sótt slík námskeið þarf að sýna fram á að grunnþjálfun sé lokið.


 

EMDR þjálfun

Þjálfun fer fram hjá EMDR leiðbeinendum sem eru hæfnivottaðir af EMDR Europe. Þjálfunin er margþætt og fer fram með fyrirlestrum, verklegum æfingum og handleiðslu. Segja má að lágmarks tími til að fá fulla viðurkenningu sem EMDR meðferðaraðili sé tvö ár.


Grunnþjálfun á Íslandi

Eftir að grunnþjálfun er lokið á Íslandi er hægt að læra meira og sækja framhaldsnámskeið erlendis. Grunnþjálfunin inniheldur 4 stig:

 • Helgarnámskeið 1

 • 5 tíma í handleiðslu

 • Helgarnámskeið 2

 • 5 tíma í handleiðslu

 

Framhaldsnám

Evrópusamtökin, EMDR Europe, bjóða þjálfun í þremur hlutum og er þess krafist að meðferðin sé notuð og æfð milli námskeiða.

Convention
Næstu námskeið
13 - 15.04,  2024 - Helgarnámskeið 1
06 - 08.09, 2024 - Helgarnámskeið 2
Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
 • Afrit af löggildingu sem meðferðaraðili á geðheilbrigðissviði

 • Staðfesting á að tilheyra fagfélagi með skilgreindar siðareglur

 •  Afrit af prófskírteini – a.m.k. meistaragráða á geðheilbrigðissviði

 • Staðfesting á þjálfun/námskeiði sem hluta af námi á meistarastigi í geðgreiningum (t.d. listi yfir lokin námskeið og afrit af námskeiðslýsingu)

 • [Staðfesting á þjálfun/námskeiði sem hluta af námi á meistarastigi í viðurkenndri meðferðarnálgun í sálrænni meðferð (t.d. listi yfir lokin námskeið og afrit af námskeiðslýsingu).

 • Staðfesting á að lágmarki tveggja ára starfsreynslu við sálræna meðferð að námi loknu.

 • Staðfesting á að minnsta kosti 20 handleiðslutímum á veitta sálræna meðferð að námi loknu, þar af þurfa að minnsta kosti 10 að vera einstaklingshandleiðsla.
   

Umsjón með náminu hefur Dr. Gyða Eyjólfsdóttir.

Næstu námskeið
bottom of page