Nám og þjálfun

Fagaðilar sem hafa áhuga á að læra EMDR meðferð geta nýtt sér upplýsingarnar hér á síðunni. 
Undanfarin ár hefur verið u.þ.b. eitt helgarnámskeið á ári á vegum félagsins.

Forkröfur í EMDR nám
  • Athugið að lágmarkskröfur eru gerðar til þeirra sem mega sækja námskeið í EMDR meðferð. Kröfurnar eru settar fram af félaginu EMDR Ísland.

  • Þátttakendur þurfa að hafa að lágmarki klíníska mastersgráðu eða ígildi hennar á geðheilbrigðissviði.

  • Þátttakendur þurfa að vera löggiltir heilbrigðisstarfsmenn sem heyra undir Landlækni og í fagfélagi sem hefur skilgreindar siðareglur.

  • Háskólanám þeirra þarf að hafa innihaldið námskeið í geðgreiningum.

  • Þá er krafist að lágmarki eins árs starfsreynslu við sálræna meðferð að námi loknu auk að lágmarki 20 handleiðslutíma. Þar af þurfa að minnsta kosti 10 að vera einstaklingshandleiðsla.

Sækja um EMDR nám
EMDR þjálfun

Þjálfun fer fram hjá EMDR leiðbeinendum sem eru hæfnivottaðir af EMDR Europe. Þjálfunin er margþætt og fer fram með fyrirlestrum, verklegum æfingum og handleiðslu. Segja má að lágmarks tími til að fá fulla viðurkenningu sem EMDR meðferðaraðili sé tvö ár.


Grunnþjálfun á Íslandi

Eftir að grunnþjálfun er lokið á Íslandi er hægt að læra meira og sækja framhaldsnámskeið erlendis. Grunnþjálfunin inniheldur 4 stig:

  • Helgarnámskeið 1

  • 5 tíma í handleiðslu

  • Helgarnámskeið 2

  • 5 tíma í handleiðslu

 

Framhaldsnám

Evrópusamtökin, EMDR Europe, bjóða þjálfun í þremur hlutum og er þess krafist að meðferðin sé notuð og æfð milli námskeiða.

Convention
Meeting
Handleiðslukrafa

Eftir Helgarnámskeið 1 er gerð krafa um 5 tíma handleiðslu hjá viðurkenndum EMDR kennara eða aðstoðarkennara og einnig er þarf 5 tíma handleiðslu eftir Helgarnámskeið 2.

 

Handleiðsla EMDR á Íslandi

Hægt er að sækja einstaklingshandleiðslu eða hóp handleiðslu hjá þeim EMDR meðferðaraðilum sem hlotið hafa handleiðararéttindi.
Dr. Gyða Eyjólfsdóttir sálfræðingur og Margrét Blöndal hjúkrunarfræðingur hafa báðar handleiðararéttindi og réttindi sem aðstoðarkennarar (facilitator). Nokkrir aðrir eru í þjálfun sem handleiðarar og má finna alla sem hafa réttindi til handleiðslu í listanum yfir félagsmenn og meðferðaraðila.

 

Framhaldsnámskeið erlendis

Framhaldsnámskeið eru haldin víðsvegar um heiminn og kenna ýmislegt til að dýpka EMDR meðferð, svo sem um hvernig skal nota EMDR í tengslum við flókin áföll (Complex Trauma), vinnu með hugrof (Dissociation), o.fl.  Til að geta sótt slík námskeið þarf að sýna fram á að grunnþjálfun sé lokið.


 

 
Sækja um EMDR nám

Hægt er að sækja um með forminu hér að neðan eða hafa samband við Dr. Gyðu Eyjólfsdóttur sálfræðing í gegnum netfangið emdr@emdr.is. Umsækjendur þurfa að senda inn gögn sem staðfesta ofangreint með umsókn sinni.

 

Umsókn um nám í EMDR meðferð

Fylgigögn

Sendið fylgigögn á netfangið emdr@emdr.is

Kærar þakkir fyrir umsóknina. Hún verður tekin fyrir og við svörum þér eins fljótt og mögulegt er.

Vafamál eru lögð fyrir fund stjórnar EMDR á Íslandi og kostar 10.000 kr að fá vafamál umsókna tekið fyrir. Senda má vafamál á netfangið emdr@emdr.is