
Nám og þjálfun
Fagaðilar sem hafa áhuga á að læra EMDR meðferð geta nýtt sér upplýsingarnar hér á síðunni.
Undanfarin ár hefur verið u.þ.b. eitt helgarnámskeið á ári. Hægt er að hafa samband við
Dr. Gyðu Eyjólfsdóttur til þess að fá nánari upplýsingar um EMDR nám.
Lágmarkskröfur í EMDR nám
Athugið að lágmarkskröfur eru gerðar til þeirra sem mega sækja námskeið í EMDR meðferð. Kröfurnar eru settar fram af félaginu EMDR Ísland og eru í samræmi við kröfur annarra aðildarfélaga innan EMDR Europe.
Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
-
Afrit af löggildingu sem meðferðaraðili á geðheilbrigðissviði
-
Staðfesting á að tilheyra fagfélagi með skilgreindar siðareglur
-
Afrit af prófskírteini – a.m.k. meistaragráða á geðheilbrigðissviði
-
Staðfesting á þjálfun/námskeiði sem hluta af námi á meistarastigi í geðgreiningum (t.d. listi yfir lokin námskeið og afrit af námskeiðslýsingu)
-
Staðfesting á þjálfun/námskeiði sem hluta af námi á meistarastigi í viðurkenndri meðferðarnálgun í sálrænni meðferð (t.d. listi yfir lokin námskeið og afrit af námskeiðslýsingu).
-
Staðfesting á að lágmarki tveggja ára starfsreynslu við sálræna meðferð að námi loknu.
-
Staðfesting á að minnsta kosti 20 handleiðslutímum á veitta sálræna meðferð að námi loknu, þar af þurfa að minnsta kosti 10 að vera einstaklingshandleiðsla.

Handleiðslukrafa
Eftir Helgarnámskeið 1 er gerð krafa um 5 tíma handleiðslu hjá viðurkenndum EMDR kennara eða aðstoðarkennara og einnig þarf 5 tíma handleiðslu eftir Helgarnámskeið 2. (Tók út er á undan þarf).
EMDR handleiðarar á Íslandi
Hægt er að sækja einstaklingshandleiðslu eða hóphandleiðslu hjá þeim EMDR meðferðaraðilum á Íslandi sem eru með hæfnivottun sem EMDR handleiðarar. Hægt er að leita að handleiðara í listanum yfir meðferðaraðila (linkur).
Einnig er hægt að sækja einstaklingshandleiðslu eða hóphandleiðslu erlendis hjá EMDR Europe hæfnivottuðum handleiðurum.
EMDR þjálfun
Þjálfun fer fram hjá EMDR leiðbeinendum sem eru hæfnivottaðir af EMDR Europe. Þjálfunin er margþætt og fer fram með fyrirlestrum, verklegum æfingum og handleiðslu. Segja má að lágmarks tími til að fá fulla viðurkenningu sem EMDR meðferðaraðili sé tvö ár.
Grunnþjálfun á Íslandi
Eftir að grunnþjálfun er lokið á Íslandi er hægt að læra meira og sækja framhaldsnámskeið erlendis. Grunnþjálfunin inniheldur 4 stig:
-
Helgarnámskeið 1
-
5 tíma í handleiðslu
-
Helgarnámskeið 2
-
5 tíma í handleiðslu
Framhaldsnám
Evrópusamtökin, EMDR Europe, bjóða þjálfun í þremur hlutum og er þess krafist að meðferðin sé notuð og æfð milli námskeiða.

Næstu námskeið
Helgarnámskeið 1 - 30.10.2025 - 01.11.2025
Helgarnámskeið 2 - ákveðið síðar
Námið fer fram á íslensku!
Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
-
Afrit af löggildingu sem meðferðaraðili á geðheilbrigðissviði
-
Staðfesting á að tilheyra fagfélagi með skilgreindar siðareglur
-
Afrit af prófskírteini – a.m.k. meistaragráða á geðheilbrigðissviði
-
Staðfesting á þjálfun/námskeiði sem hluta af námi á meistarastigi í geðgreiningum (t.d. listi yfir lokin námskeið og afrit af námskeiðslýsingu)
-
[Staðfesting á þjálfun/námskeiði sem hluta af námi á meistarastigi í viðurkenndri meðferðarnálgun í sálrænni meðferð (t.d. listi yfir lokin námskeið og afrit af námskeiðslýsingu).
-
Staðfesting á að lágmarki tveggja ára starfsreynslu við sálræna meðferð að námi loknu.
-
Staðfesting á að minnsta kosti 20 handleiðslutímum á veitta sálræna meðferð að námi loknu, þar af þurfa að minnsta kosti 10 að vera einstaklingshandleiðsla.
Umsjón með náminu hefur Dr. Gyða Eyjólfsdóttir.
