top of page

Fyrir fagaðila

Félagið EMDR á Íslandi heldur utan um nám, þjálfun og handleiðslu EMDR meðferðaraðila á Íslandi. Hér má finna grunnupplýsingar um EMDR, nám og þjálfun og erlendu fagfélögin sem halda utan um fræðslu og framhaldsmenntun í EMDR. EMDR er samþykkt sem meðferð af fjölmörgum geðheilbrigðisstofnunum, meðferðaraðilum og áfallasamtökum um allan heim. Á bak við EMDR liggur vel rannsökuð aðferðarfræði með fjöldann allan af tilviksrannsóknum og klínískum samanburðarrannsóknum sem styðja notkun þess sem gagnreyndrar meðferðar við áföllum og annarri erfiðri lífsreynslu.

Alþjóðastofnanir mæla með EMDR sem fyrstu meðferð

Bandaríska varnarmálaráðuneytið mælir með EMDR  meðferðinni sem fyrstu meðferð fyrir alla áfallahópa. Einnig hafa núverandi meðferðarleiðbeiningar International Society for Traumatic Stress Studies útnefnt EMDR sem árangursríka meðferð við áfallastreituröskun (Foa, Keane, Friedman og Cohen, 2009). Heilbrigðisráðuneyti Norður-Írlands og Ísraels hafa samþykkt EMDR sem eina af aðeins tveimur eða þremur meðferðum í boði fyrir fórnarlömb áfalla. Leiðbeiningar American Psychiatric Association, (2004) mæla með SSRI lyfjum, HAM og EMDR  meðferð við áföllum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (2013) telur að áfallamiðaðar HAM og EMDR meðferðir séu þær sálfræðimeðferðirnar sem mælt sé með fyrir börn, unglinga og fullorðna með áfallastreituröskun.

Rannsóknir

Fjöldi greina og rita fjalla um rannsóknir á árangri EMDR og benda ýmsar klínískar meðferðarleiðbeiningar á gagnsemi meðferðarinnar. Þannig mæla ýmiskonar samtök og stofnanir með notkun EMDR í tengslum við meðferð á áfallastreitu – eins og til dæmis National Institute of Clinical Excellence (NICE guidelines), World Health Organization, Ameríska geðlæknafélagið og fleiri.

 

Áfallastreituröskun

Nokkrar af nýjustu rannsóknunum sem fjalla um fólk með áfallaröskun vegna atburða á borð við nauðgun, bardaga (styrjaldir), ástvinamissi, slys og náttúruhamfarir, sýna að eftir EMDR meðferð greindust 84-90% þátttakenda ekki lengur með einkenni áfallastreituröskunar.

 

Góð meðferð við annarskonar vanda

Þótt EMDR meðferð hafi upphaflega verið rannsökuð sem meðferð við áfallastreituröskun þá sýna rannsóknir að hana má nýta við ýmiskonar vanda.

Yfirlit rannsókna
 
  • Yfirlit yfir rannsóknir frá EMDR Institute má nálgast hér en þar lesa sér til um fjölda rannsókna á áhrifum EMDR meðferðar
     

  • Einnig má fara inn á Francine Shapiro Library þar sem eru upplýsingar um flest allt sem hefur birst um EMDR, þar með talið rannsóknir, greinar, bækur, erindi og fleira.
     

Professor
Ráðstefnur

EMDR ráðstefnur eru haldnar árlega hér og þar í heiminum og eru upptökur aðgengilegar frá nokkrum þeirra sem skoða má í spilaranum hér fyrir neðan. Hér er listi yfir ráðstefnur í enskumælandi löndum en á á vefsíðu EMDR Europe má einnig finna fleiri.

Alþjóðlegar EMDR stofnanir
  • EMDR Institute™
    Félagið var stofnað af Dr Francine Shapiro árið 1990 og heldur úti faglegu námi og þjálfun í EMDR™ meðferð.
     

  • EMDR-EUROPE
    EMDR Europe eru opinber fagsamtök EMDR landssamtaka í Evrópu. Hlutverk þess er að koma á fót, viðhalda og stuðla að bestu mögulegu nálgun í EMDR meðferðarstarfi, rannsóknum og menntun í Evrópu.
     

  • EMDRIA
    EMDR International Association (EMDRIA)  er óhagnaðardrifið fagfélag geðheilbrigðisstarfsmanna með yfir 11.000 meðlimi um allan heim.
     

  •  EMDRHAP 
    Markmið EMDR Humanitarian Assistance Program er að auka notkun á EMDR meðferðum til að meðhöndla fórnarlömb áfalla um allan heim. 

Colorful Flags
Líkt og áfallamiðuð HAM nálgun miðar EMDR að því að draga úr huglægri vanlíðan og styrkja aðlögunarvitund sem tengist áfallaviðburðinum.
Ólíkt HAM, felur EMDR ekki í sér (a) nákvæmar lýsingar á atburðinum,
(b) beina ögrun viðhorfa, (c) langa útsetningu eða (d) heimavinnu.
 
- Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
Myndbönd frá EMDR ráðstefnum
bottom of page