top of page

Hæfnivottun og þjálfun

EMDR Ísland heldur utan um þjálfun EMDR meðferðaraðila á Íslandi ásamt því að setja reglur um grunnþjálfun í EMDR meðferð. Félagið veitir hæfnivottun til þeirra sem uppfylla skilyrði sem hæfnivottaður EMDR meðferðaraðili ásamt því að sjá um hæfnivottun til EMDR handleiðara.

Hér má fá frekari upplýsingar um grunnþjálfun í EMDR meðferð, hæfnivottun sem EMDR meðferðaraðili og hæfnivottun sem EMDR handleiðari ásamt upplýsingum um EMDR handleiðara í þjálfun og sérstakrar þjálfunar í EMDR meðferð barna og unglinga.

Grunnþjálfun í EMDR meðferð

Til að ljúka grunnþjálfun í EMDR meðferð þarf að sitja tvö tuttugu klukkustunda námskeið og ljúka 10 tímum af handleiðslu, samtals 50 tímar. Þjálfunin er skipulögð þannig að fyrst er Helgarnámskeið 1 námskeið sem er 20 tímar. Að því loknu þarf að sitja tvö skipti af 2,5 tíma hóphandleiðslu til að mega sitja síðara námskeiðið.  

 

Um 6-9 mánuðum síðar er Helgarnámskeið 2 sem einnig er 20 tímar. Eftir það þarf að ljúka tveimur skiptum af 2,5 hóphandleiðslu. Þeir sem klára þessa grunnþjálfun fá viðurkenningarskjal um að henni sé lokið og mega kalla sig EMDR meðferðaraðila.

Sérstök þjálfun í EMDR meðferð barna og unglinga

Þjálfunin  felur í sér 20 tíma námskeið í EMDR meðferð barna og unglinga. Þar er farið yfir ólíkt verklag í EMDR meðferð út frá aldri og þroska barns/unglings, auk tegundar sálræns vanda.

Image by Jason Goodman
Hæfnivottun sem
EMDR meðferðaraðili

Til að hljóta hæfnivottun sem EMDR meðferðaraðili þarf að minnsta kosti 20 tíma handleiðslu hjá hæfnivottuðum EMDR handleiðara þar sem að lágmarki 10 af þeim handleiðslutímum þurfa að vera einstaklingshandleiðslutímar.

 

Lágmark 50 EMDR meðferðartímar

Meðferðaraðilinn þarf að hafa veitt að lágmarki 50 EMDR meðferðartíma eftir að grunnþjálfun lauk, með að minnsta kosti 25 skjólstæðinga þar sem unnið var heildstætt með vanda viðkomandi, og unnið með fortíð, nútíð og framtíð.

 

Meðferðaraðilinn þarf að uppfylla skilgreind hæfniviðmið sem sett eru fram af EMDR Europe og staðfestir handleiðari að þau viðmið séu uppfyllt áður en hæfnivottun er veitt.

Hæfnivottun sem
EMDR handleiðari

Til að hljóta hæfnivottun sem EMDR handleiðari þarf að handleiða að lágmarki 5 EMDR meðferðaraðila, og fá handleiðslu á veitta handleiðslu frá hæfnivottuðum EMDR handleiðara.

 

Lágmark 400 EMDR meðferðartímar

Umsækjandinn um hæfnivottunina þarf að hafa veitt að lágmarki marga 400 EMDR meðferðartíma eftir að hann hlaut hæfnivottun sem EMDR meðferðaraðili, og veitt að minnsta kosti 75 skjólstæðingum EMDR meðferð eftir að hann varð hæfnivottaður EMDR meðferðaraðili.

Þrjú ár þurfa að lágmarki að hafa liðið síðan hann hlaut hæfnivottun sem EMDR meðferðaraðili. Þá þarf umsækjandinn um hæfnivottun sem EMDR handleiðari að sýna fram á að minnsta kosti 30 endurmenntunarstundir í tengslum við EMDR meðferð og vera vel upplýstur varðandi rannsóknir á EMDR meðferð.

EMDR handleiðari í þjálfun

EMDR handleiðari í þjálfun er í ofangreindu námsferli.

Business Handshake
bottom of page