top of page

EMDR Ísland

 Félagið er fagfélag EMDR meðferðaraðila á Íslandi. Tilgangur þess er að halda utan um fræðslu, þjálfun, réttindi og faglega umgjörð EMDR meðferðar á Íslandi. Félagið tilheyrir EMDR Europe og fylgir þeim reglum sem Evrópufélagið setur.  Vefurinn er upplýsingagátt fyrir almenning og fagaðila. Hér má finna efni um EMDR meðferð, þjálfun og rannsóknir. Einnig er hægt að finna lista yfir meðferðaraðila, sem allir hafa fengið faglega þjálfun og/eða hæfnivottun í meðferðinni og eru félagar í EMDR Ísland.

1

EMDR er hnitmiðuð meðferð til þess að vinna úr áföllum og annari íþyngjandi reynslu.

2

Greinar um EMDR meðferð, rannsóknir og árangur við mismunandi kvillum.

3

EMDR meðferð skal eingöngu fagaðili veita sem hefur hlotið sérþjálfun. Hér er listi yfir þá sem hafa réttindi á Íslandi.

4

Upplýsingar um rannsóknir, ráðstefnur, nám og þjálfun í að beita EMDR meðferðinni.

Velja

EMDR meðferðaraðilar þurfa að hafa að lágmarki klíníska mastersgráðu eða ígildi hennar á geðheilbrigðissviði. Einnig er gerð krafa um að þeir séu löggiltir heilbrigðisstarfsmenn sem heyra undir Landlækni og séu í fagfélagi sem hefur skilgreindar siðareglur.

 

EMDR Ísland heldur félagaskrá yfir þá aðila sem hlotið hafa viðeigandi þjálfun í að beita meðferðinni og uppfylla þau skilyrði sem þarf til að geta kallað sig EMDR meðferðaraðila. 

 

Meðferðina veita sálfræðingar, geðhjúkrunarfræðingar,  hjúkrunarfræðingar, para- og fjölskyldumeðferðarfræðingar, félagsráðgjafar og sálmeðferðarfræðingar.

Psychologist
Ég sé þetta núna á allt annan hátt en áður
og ég ásaka mig ekki lengur fyrir það sem gerðist. 

- Kona á fimmtugsaldri
Psychologist

EMDR er hnitmiðuð meðferð til þess að vinna úr áföllum og annari íþyngjandi reynslu. EMDR er beitt við áfallastreituröskun, flókinni áfallastreituröskun og úrvinnslu áfalla úr æsku eða atburða á borð við slys, hamfarir, ástvinamissi eða alvarlegan heilsubrest. Einnig nýtist EMDR vel til að vinna úr einelti og hverskyns ofbeldi, þar með talið líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi.

 

Neikvæð áhrif óuppgerðra minninga

Venjulega vinnur einstaklingurinn sjálfkrafa úr erfiðri reynslu. Í sumum tilvikum þegar reynslan er yfirþyrmandi eða áföll endurtaka sig, getur farið svo að ekki næst að vinna úr áfallinu. Slík óuppgerð áföll og minningar um þau geta varðveist í nær upprunalegu formi í heilanum.

Minningarnar eiga það síðan til að hafa neikvæð áhrif á hegðun og líðan einkum ef viðkomandi upplifir eitthvað sem minnir á upphaflegu reynsluna. EMDR meðferð gagnast vel við að vinna úr slíku.

EMDR hentar ýmsum áskorunum

EMDR meðferð hentar bæði börnum og fullorðnum á öllum aldri. Meðferðaraðilar nota EMDR meðferð til að vinna með margs konar áskoranir eins og ofbeldi, áföll, kvíða, sorg, missi, streitu, sársauka, svefnvanda, verki  og langvinna sjúkdóma.

  • Áföll - minni og stærri

  • Áfallastreituröskun

  • Ofsakvíðaköst

  • Kvíði og fælni

  • Félagsfælni

  • Þunglyndi

  • Geðhvarfasýki

  • Sorg og missir

  • Sársauki og verkir

  • Krónískir verkir

  • Langvinnir sjúkdómar

  • Frammistöðukvíði

  • Streita

  • Svefntruflanir

  • Kynferðisofbeldi

  • Misnotkun

  • Heimilisofbeldi

  • Líkamlegt ofbeldi

  • Andlegt ofbeldi

  • Einelti í æsku

  • Einelti á vinnustað
     

  • Vímuefnaneysla

  • Fíkn og fíknisjúkdómar

  • Átraskanir

  • Aðskilnaðarraskanir

  • Árátta og þráhyggja

  • Léleg sjálfsmynd

  • Skömm

Hafa samband
bottom of page