top of page

Áfallastreituröskun og EMDR meðferð

Fáir fara áfallalaust í gegnum lífið. Áföll geta verið af ýmsum toga sem geta haft mismunandi áhrif á daglegt líf.Minningar um einelti, vanrækslu í æsku, endurtekna niðurlægingu eða slys, svo dæmi séu nefnd, geta til dæmis leitt af sér hamlandi andlega og líkamlega kvilla. Sársaukafull reynsla getur haft djúp áhrif á hvernig lífi við lifum í dag. Það er þó hægt að draga verulega úr áhrifum þess með því að vinna sig í gegnum áfallið og láta það ekki skilgreina tilveruna út lífið.


Hin svokallaða EMDR meðferð snýst um úrvinnslu upplýsinga, svo sem erfiðra minninga, hugsana og tilfinninga. EMDR stendur fyrir „Eye Movement Desensitization and Reprocessing“ og er viðurkennt meðferðarform samkvæmt alþjóðlegum leiðbeiningum.


Um er að ræða heildstæða, sálfræðilega meðferð sem þróuð var til að vinna úr afleiðingum áfalla. Aðferðin nýtir einnig ýmsa þætti úr öðrum, árangursríkum meðferðarformum, til dæmis hugrænni atferlismeðferð, núvitund, samkenndarnálgun og fleiri meðferðarformum.


Fagfólk í áföllum og áfallastreituröskun

Á EMDR stofunni í Vallakór í Kópavogi starfar fagfólk á sviði áfalla og áfallastreituröskunar sem veitir einnig almenna sálfræðiþjónustu.


Upphaf stofunnar má rekja til þess að árið 2005 flutti dr. Gyða Eyjólfsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði, aftur til Íslands eftir að hafa lokið doktorsnámi í ráðgjafarsálfræði við háskólann í Texas. Hún hafði þá líka lært EMDR meðferðina.


„Þá var þekking á þessari tegund meðferðar af skornum skammti hér á landi svo ég ákvað að flytja inn sálfræðing frá Bandaríkjunum til að kenna EMDR meðferð,“ segir dr. Gyða. „Sjálf bætti ég svo við mig handleiðararéttindum í EMDR meðferð, auk aðstoðarkennsluréttindum. Í dag er búið að þjálfa 150 meðferðaraðila hér á landi og í lok þessa mánaðar bætast 20 við.“

Meðferð gegn skertri sjálfsmynd

Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá skráir heilinn allt það sem gerist á lífsleiðinni.Reynslan er skráð og flokkuð í minnisstöðvar heilans. Heilinn er þróaður til að vara okkur við hættu sem við höfum lent í áður.


Ef ekki er unnið úr sársaukafullri reynslu og minningu á réttan hátt gæti heilinn kallað fram þá minningu eða tilfinningu við ákveðnar aðstæður og skapað endurupplifun („flash-back“), kvíða, depurð eða jafnvel líkamleg viðbrögð eins og magaverk eða spennu einhversstaðar í líkamanum.

„EMDR er meðferð sem virkar á áfallastreituröskun. Aðferðin er vel rannsökuð,“ segir Gyða. „Kenningin á bak við EMDR útskýrir að það megi nota EMDR á hvaða erfiðu minningu sem er þótt hún valdi ekki áfallastreituröskun. Oft er fólk að burðast með skerta sjálfsmynd um að það skipti ekki máli; það getur af einhverjum orsökum ekki staðið með sér og er varnarlaust við tilteknar aðstæður. Því getur liðið eins og það sé ekki nóg og að það eigi ekki skilið að vera elskað. Í EMDR úrvinnslu leiðréttist þetta viðhorf innan frá hjá skjólstæðingnum án rökræðna við meðferðaraðila. Rétta svarið fyrir einstaklinginn birtist honum innan frá með úrvinnslu sem verður í heilanum. Þetta getur virkað á mjög kraftmikinn hátt.“

Styttri tími að ná framförum

Gyða segir að flestir finni mjög mikinn mun á sér eftir aðeins 1-2 tíma með meðferðaraðila sem beitir EMDR aðferðinni. Sumir þurfa þó lengri undirbúning og meðferð, sérstaklega ef um mörg og endurtekin áföll er að ræða.


„EMDR er meðferð sem virkar á áfallastreituröskun. Aðferðin er vel rannsökuð,“ segir Gyða. „Kenningin á bak við EMDR útskýrir að það megi nota EMDR á hvaða erfiðu minningu sem er þótt hún valdi ekki áfallastreituröskun. Oft er fólk að burðast með skerta sjálfsmynd um að það skipti ekki máli; það getur af einhverjum orsökum ekki staðið með sér og er varnarlaust við tilteknar aðstæður. Því getur liðið eins og það sé ekki nóg og að það eigi ekki skilið að vera elskað. Í EMDR úrvinnslu leiðréttist þetta viðhorf innan frá hjá skjólstæðingnum án rökræðna við meðferðaraðila. Rétta svarið fyrir einstaklinginn birtist honum innan frá með úrvinnslu sem verður í heilanum. Þetta getur virkað á mjög kraftmikinn hátt.“

„Til viðbótar við að vanlíðanin tengd minningunni fer og sjálfsmyndin styrkist, þá hverfa óþægindi sem tengjast minningunni úr líkamanum. Á margan hátt leysist ósjálfrátt ferli úr læðingi sem meðferðaraðilinn ýtir úr vör með því að beita aðferðinni. Þess vegna er ekki hægt að segja að EMDR sé hefðbundin samtalsmeðferð. Það þarf ekki að vera nein heimavinna og oftast tekur styttri tíma að ná framförum en með öðrum sálrænum meðferðum. Breytingin kemur innan frá og viðkomandi þarf ekki að telja sjálfum sér trú um eitt eða neitt. Markmið okkar er að óþægindin sem skjólstæðingurinn upplifir í tengslum við minninguna fari niður í 0 á skalanum 0 til 10 svo að áfallið trufli ekki og einkennin fari úr líkamanum. Það er magnað að sjá skjólstæðingum líða betur.“

コメント


コメント機能がオフになっています。
bottom of page