top of page

EMDR Meðferð - Eye Movement Desensitization and Reprocessing

EMDR er heildstæð sálfræðileg meðferð fyrir fólk sem orðið hefur fyrir erfiðri reynslu, upplifað stór eða smá áföll sem trufla líf þess mánuðum og jafnvel árum saman eftir að atvikin áttu sér stað



EMDR hefur hjálpað meira en milljón manns sem þjáðst höfðu af sálrænum vanda sem rekja mátti til einhvers konar áfalls, svo sem ofbeldis, vanrækslu, náttúruhamfara eða slysa. EMDR hefur einnig reynst vel við meðferð annarra vandamála, eins og verkkvíða, lélegrar sjálfsmyndar, eineltis, fælni og annars konar vanda sem tengst getur áföllum eða erfiðum atburðum. Sama má segja um erfiðar félagslegar aðstæður, umhverfi sem ekki er styðjandi, eitthvað sem hefur gerst eða verið sagt sem meiðir. Stundum getur lífsreynsla í æsku, eins og að vera strítt af jafnöldrum eða jafnvel foreldri, setið illa í fólki fram á fullorðinsár. Segja má að þá hafi einstaklingurinn ekki náð að vinna úr atburðinum, hann skráist ekki á réttan hátt og getur því valdið vanlíðan og jafnvel leitt til ógagnlegra viðbragða við ýmsar aðstæður


Sterk tengsl eru á milli áfalla í æsku og ýmissa sjúkdóma síðar á lífsleiðinni


Niðurstöður rannsóknanna hafa einnig sýnt að áföll í æsku auka líkur á reykingum, áfengisdrykkju, áhættuhegðun, sjálfsvígstilraunum og þungunum unglingsstúlkna.

Rannsóknir sýna að það eru mjög sterk tengsl á milli áfalla í æsku og sjúkdóma á fullorðinsaldri. Niðurstöður rannsókna sem gerðar voru í Wales og sama má segja um niðurstöður úr stærstu rannsókn sem framkvæmd hefur verið um áhrif erfiðra upplifana í æsku, sýna að þegar fólk hefur upplifað áföll eins og vanrækslu, misnotkun eða heimilisofbeldi í æsku, er meiri hætta á að það þjáist af þunglyndi og kvíða, sama getur átt við aðra sjúkdóma eins og krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. Niðurstöður rannsóknanna hafa einnig sýnt að áföll í æsku auka líkur á reykingum, áfengisdrykkju, áhættuhegðun, sjálfsvígstilraunum og þungunum unglingsstúlkna.


Rannsóknir

Mikið er til af greinum og rannsóknum um árangur EMDR meðferðar og er mælt með henni meðal annars af National Institute of Clinical Excellenc ( NICE guidelines ), World Healh Organization (WHO), Bandaríska geðlæknafélaginu við meðferð áfallastreitu.

Framkvæmd EMDR


Unnið er með minningar úr fortíð sem skýra afhverju einstaklingurinn finnur fyrir óþægilegum tilfinningum, viðhorfum og líkamlegum einkennum í daglegu lífi í nútíðinni.

Minning er valin eftir að truflun hennar hefur verið metin. Notast er við tvíhliða áreiti, oftast augnhreyfingar þar sem einstaklingurinn fylgir fingrum meðferðaraðila á þann hátt að augun líkja eftir hreyfingum REM svefns. Í meðferð er unnið með fortíð, nútíð og framtíð. Unnið er með minningar úr fortíð sem skýra afhverju einstaklingurinn finnur fyrir óþægilegum tilfinningum, viðhorfum og líkamlegum einkennum í daglegu lífi í nútíðinni.


Útkoma


EMDR gerir það að verkum að minningarnar skrást á nýjan hátt og valda einstaklingnum ekki lengur vanlíðan, viðhorf breytast á uppbyggilegan hátt og líkamlegar upplifanir tengdar minningunum hverfa. Á svipaðan hátt er unnið með málefni er tengjast nútíð og bjargráð til framtíðar eru virkjuð.


Kostir


Einn helsti kostur meðferðarinnar er að það þarf ekki að tala um atburðinn í smáatriðum eða vinna heimavinnu.


Tímafjöldi


Tímafjöldi er mjög einstaklingsbundinn. Þegar um afmarkað áfall er að ræða, fy geta 3-6 tímar dugað, fyrir aðra þarf fleiri tíma, s.s. þegar um er að ræða margendurtekin áföll eða flókin áföll úr æsku.


Valgerður M. Magnúsdóttir B.Sc Hjúkrunarfræðingur

Viðurkenndur EMDR og HAM meðferðaraðili www.emdrmedferd.is





bottom of page